Skipulagsfulltrúi til leigu er hagkvæm lausn fyrir sveitarfélög. Hjá Urbanista ehf. starfar skipulagsfræðingur með réttindi í samræmi við 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með mikla reynslu af opinberri stjórnsýslu. Gerður er þjónustusamningur um 25 tíma að lágmarki á mánuði. Fundum nefnda og viðtalstíma er stýrt á staðnum eða í gegnum fjarfundabúnað. Starfsmenn Urbanista ehf. hafa kunnáttu og reynslu af helstu skjalakerfum sveitarfélaga svo sem OneSystem og GoPro.