Þjónusta

Skipulagsfulltrúi til leigu

Skipulagsfulltrúi til leigu er hagkvæm lausn fyrir sveitarfélög. Hjá Urbanista ehf. starfar skipulagsfræðingur með réttindi í samræmi við 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með mikla reynslu af opinberri stjórnsýslu. Gerður er þjónustusamningur um 25 tíma að lágmarki á mánuði.  Fundum nefnda og viðtalstíma er stýrt á staðnum eða í gegnum fjarfundabúnað.  Starfsmenn Urbanista ehf. hafa kunnáttu og reynslu af helstu skjalakerfum sveitarfélaga svo sem OneSystem og GoPro. 

Byggingarfulltrúi til leigu

Byggingarfulltrúi til leigu er hagkvæm lausn fyrir sveitarfélög. Hjá Urbanista ehf. starfar löggildur mannvirkjahönnuður með réttindi til að starfa sem byggingarfulltrúi sbr. 8. gr. og 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og með mikla reynslu af opinberri stjórnsýslu.  Gerður er þjónustusamningur um 25 tíma að lágmarki á mánuði. Fundum nefnda og viðtalstíma er stýrt á staðnum eða í gegnum fjarfundabúnað.  Starfsmenn Urbanista ehf. hafa kunnáttu og reynslu af helstu skjalakerfum sveitarfélaga svo sem OneSystem og GoPro.

Hönnunarstjórn/aðaluppdrættir

Hjá Urbanista ehf. starfar löggildur mannvirkjahönnuður með tilskilin réttindi til að leggja fram aðaluppdrætti og taka að sér hönnunarstjórn.